Sú braut sem liggur frá NA til SV og er af flugmönnum kölluð 06/24 er notuð þegar vindar hamla lendingu á öðrum brautum.
Verði henni lokað fellur nýtingarhlutfall vallarins niður í ruslflokk og lokunardögum fjölgar úr 4 í 39 daga.
Neyðarbrautin er aðeins notuð þegar veður og brautarskilyrði hindra lendingu véla á öðrum brautum. Sjúkravélar yrðu frá að hverfa í sterkum vindum.
Í lögum um flugvelli kemur fram að nýtingarhlutfall megi ekki falla undir 95%. Verði brautinni lokað stenst völlurinn ekki lög.
Lokun brautarinnar margfaldar þá daga sem völlurinn er lokaður. Talan færi úr 4 dögum í 39 daga.
Í skýrslu hollenska fyrirtækisins National Lucht- en Ruimtevaartlabortorium sem unnin var árið 2006 um brautarkosti á Reykjavíkurvelli kemur fram að verði flugbraut 06/24 lokað muni nýtingarhlutfall flugvallarins falla úr 99% niður í 89,3%.
Lágmarkskröfur samkvæmt kröfurm Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) eru 95% nýtingarhlutfall.
Flugvellir skulu fullnægja þeim kröfum sem samgönguráðherra setur í reglugerð eða gilda samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að, eftir því sem landfræðilegar aðstæður leyfa. (Lög 60/1998)
Fjöldi og stefna flugbrauta á flugvelli ætti að vera slíkur að notkunarstuðull flugvallarins sé ekki minni en 95% fyrir flugvélarnar sem flugvöllurinn þjónar. (Reglugerð 464/2007)
Á myndinni hér að ofan má sjá Fokker 27 vél lenda í fárviðri á neyðarbrautinni. Ófært hefði verið til borgarinnar ef brautin væri ekki til staðar.
Flugvélar geta aðeins lent í ákveðið miklum hliðarvindi. Verði hann of mikill þurfa þær braut sem liggur betur upp í vind. Án neyðarbrautar lokast völlurinn í sterkum vindi úr NA og SV.
Bremsuskilyrði á flugbrautum hafa mikil áhrif á það hvort hægt sé að lenda. Hliðarvindsgeta flugvéla lækkar mjög ef hálka er á brautum.
Allar flugvélar sem leggja af stað til borgarinnar þegar sterkir vindar úr NA/SV eru í borginni ráðgera að lenda á neyðarbrautinni. Ef hún væri ekki til staðar gætu vélarnar ekki lagt af stað.
Fari brautin mun lokunardögum vallarins fjölga úr fjórum í 39 daga. Það er meira en mánuður á ári sem ekki væri fært með sjúkraflugi af landsbyggðinni inn til borgarinnar.
Sjúkraflug eru flogin til borgarinnar á 18 klst fresti allt árið um kring. Læknar ákveða í hvert skipti að sjúklingur þoli ekki bið og verið að fara strax með sjúkraflugi.
Sjúkraflugum er skipti upp eftir forgangi. Meira en helmingur sjúkrafluga er í forgangi og jafnast á við forgangsakstur sjúkrabíla.
Sjúkraflugvélar fara af stað í veðri þar sem farþegaflug fer ekki. Í slíkum aðstæðum skiptir sköpum að hafa þrjár flugbrautir í Reykjavík.
Neyðarbrautin á Reykjavíkurvelli er eina flugbrautin á suðvesturhorni landsins sem liggur í NA/SV.
Ef farþegaflugvélar geta ekki ráðgert að lenda á neyðarbrautinni þá færu þær ekki af stað ef vindur væri mjög sterkur úr NA/SV.
Ef veður breytist skyndilega og nauðsynlegt reynist að lenda til NA/SV þá yrði engin slík braut á Suðvesturlandi.
Hafi sjúkravél með sjúkling brotist í gegnum vont veður og náð til borgarinnar yrði hún að snúa til baka ef hífandi rok væri úr NA/SV og neyðarbrautin væri ekki til staðar.
Nýverið varð flugslys í Grænlandi sem rakið er til hliðarvinds og vindsveipa sem komu flugmönnum á óvart. Að auka hliðarvindsáhættu í Reykjavík með lokun neyðarbrautarinnar er óþarfi sem ógnar flugöryggi.
Dash flugvél Air Greenland reyndi að lenda í miklum hliðarvindi. Við brautina eru hindranir sem valda ófyrirséðum vindsveipum sem höfðu slæm áhrif á vélina við lendingu og endaði hún utan brautar.
Séu þrjár brautir til staðar geta flugmenn valið þá sem hefur minnstan hliðarvind. Það tryggir hámarks öryggi við lendingu og flugtak.
Hver flugvélartegund hefur ströng viðmið um hliðarvindsgetu. Sé vindur nálægt þeim mörkum getur snörp vindkviða farið út fyrir viðmiðin.
Séu þrjár flugbrautir í Vatnsmýri þurfa flugmenn ekki að óttast óæskilegan hliðarvind sem upp kæmi ef aðeins væru tvær brautir.
Ef þriðja brautin fer þá verður Reykjavíkurvöllur oftar lokaður vegna óæskilegra vinda.
Hliðarvindur og vindsveipar eru alvarleg atriði í flugi. Flugvellirnir á Ísafirði og í Vestmannaeyjum eru oft lokaðir vegna vindaskilyrða og skorts á réttum flugbrautum.